Brúðkaupsveislur eru jafn fjölbreyttar eins og þær eru margar og geta verið allt frá kaffi- og kökuhlaðborði í síðdeginu að því að vera samsettur matseðill með gómsæta rétti
framreidda á diskum með brúðkaupstertur og meðfylgjandi í eftirrétt.
Við bjóðum uppá glæsilegar brúðkaupstertur í mörgum stærðum og gerðum.
Við afgreiðum veislur okkar í sali og heimahús, einnig getum við útvegað þjónustu, leigu á borðbúnaði og fallegum skreytingum með uppsetningu.
Elísa blómaskreytir okkar gerir fallega brúðavendi, barmblóm og skreytingar á brúðabíla sem hægt er að fá tilboð í fyrir stóra daginn.
Okkar tillögur að brúðkaupsveislum:
Kaffihlaðborð
Steikarhlaðborð
Smáréttahlaðborð
Samsettur matseðill
Við erum flutt í Lágmúla 4, 108 Reykjavík og höfum opnað þar Sælkeraverslun og skreytingarverkstæði samhliða veisluþjónustunni okkar sem verður áfram rekin með sama sniði.
Vertu velkomin í Veislugarð þar sem við keppumst við að gera veislur og aðra viðburði að ógleymanlegri stund.